Þar sem vegurinn endar

Þar sem vegurinn endar

Árneshreppur er ein afskekktasta sveit landsins

Bóka núna

Um okkur

Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.


Show more rooms

Our Highlights and Features

Gönguleiðir
Fjöldi gönguleiða er í nágrenninu.
Rólegheit
Mikil kyrrð og friður einkennir svæðið.
Nátturufegurð
Árneshreppur hefur að skarta mikilli náttúrufegurð.
Krossneslaug
Krossneslaug er í aðeins um 3 km fjarlægð.
Svört sandfjara
Svarta sandfjaran er vinsæl meðal gesta okkar.
Þráðlaust internet
Þráðlaust internet er innifalið á svæðinu.

Algengar spurningar

Veitingar í nágrenninu

Sveitin er mjög afskekkt, en frá 1. júní til 20. ágúst er veitingastaðurinn Kaffi Norðurfjörður opinn. Hann er í um 1 km. fjarlægð. Opnunartíminn er frá kl 12 til 21 en hægt er að fá morgunverð ef pantað er með a.m.k. eins dags fyrirvara.

Vegurinn í Norðurfjörð

Það borgar sig að gefa sér tíma til að keyra til Norðurfjarðar, þar sem vegurinn frá Bjarnafirði er einbreiður malarvegur. En það er vel þess virði þar sem náttúran á leiðinni er stórbrotin.

Er Krossneslaug nálægt Norðurfirði?

Krossneslaug er aðeins um 3 km frá Norðurfirði. Það er ómissandi partur af ferðalaginu að koma við í Krossneslaug.

Hvað er hægt að gera í Norðurfirði?

Auk sundlaugarinnar og veitingastaðarins eru gönguleiðir og vinsæl sandfjara í nágrenninu. Flestir koma þó til þess að njóta kyrrðarinnar og náttúrfegurðarinnar.

Er eldunaraðstaða á svæðinu?

Það er sameiginlegt rými í hlöðunni, þar sem gestir okkar hafa afnot af kolagrilli, gasgrilli, diskum, hnífapörum, eldavél og pottum til að elda og snæða mat. Þá eru borð og stólar í hlöðunni auk aðstöðu til að vaska upp.

Get In Touch

Contact Us

Please contact us if you have any questions or special requests

Phone:
+354 8438110
Email:
urdartindur@urdartindur.is
Booking
Bóka núna
Trip Advisor:
View Our Profile
Address:
Norðurfjörður 1, 524 Árneshreppur, Iceland