Þar sem vegurinn endar

Þar sem vegurinn endar

Árneshreppur er ein afskekktasta sveit landsins

Bóka núna

Um okkur

Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.


Show more rooms

Our Highlights and Features

Gönguleiðir
Fjöldi gönguleiða er í nágrenninu.
Rólegheit
Mikil kyrrð og friður einkennir svæðið.
Nátturufegurð
Árneshreppur hefur að skarta mikilli náttúrufegurð.
Krossneslaug
Krossneslaug er í aðeins um 3 km fjarlægð.
Svört sandfjara
Svarta sandfjaran er vinsæl meðal gesta okkar.
Þráðlaust internet
Þráðlaust internet er innifalið á svæðinu.

Algengar spurningar

Er eldunaraðstaða á svæðinu?

Það er sameiginlegt rými í hlöðunni, þar sem gestir okkar hafa afnot af kolagrilli, gasgrilli, diskum, hnífapörum, eldavél og pottum til að elda og snæða mat. Þá eru borð og stólar í hlöðunni auk aðstöðu til að vaska upp.

Hvað er hægt að gera í Norðurfirði?

Auk sundlaugarinnar og veitingastaðarins eru gönguleiðir og vinsæl sandfjara í nágrenninu. Flestir koma þó til þess að njóta kyrrðarinnar og náttúrfegurðarinnar.

Er Krossneslaug nálægt Norðurfirði?

Krossneslaug er aðeins um 3 km frá Norðurfirði. Það er ómissandi partur af ferðalaginu að koma við í Krossneslaug.

Vegurinn í Norðurfjörð

Það borgar sig að gefa sér tíma til að keyra til Norðurfjarðar, þar sem vegurinn frá Bjarnafirði er einbreiður malarvegur. En það er vel þess virði þar sem náttúran á leiðinni er stórbrotin.

Veitingar í nágrenninu

Sveitin er mjög afskekkt, en frá 1. júní til 20. ágúst er veitingastaðurinn Kaffi Norðurfjörður opinn. Hann er í um 1 km. fjarlægð. Opnunartíminn er frá kl 12 til 21 en hægt er að fá morgunverð ef pantað er með a.m.k. eins dags fyrirvara.

Get In Touch

Contact Us

Please contact us if you have any questions or special requests

Phone:
+354 8438110
Email:
urdartindur@urdartindur.is
Booking
Bóka núna
Trip Advisor:
View Our Profile
Address:
Norðurfjörður 1, 524 Árneshreppur, Iceland